|
Mánudagur, 22. febrúar 2016 10:49 |
Hreint frábær árangur náðist hjá okkar fólki í Gæðingafiminni. Árni Björn Pálsson sigraði á Skímu frá Kvistum hlutu þeir í einkunn 8,31 í úrslitum, í öðru sæti varð Jakob Sigurðsson á Gloríu frá Skúfslæk og í þriðja sæti Ásmundur Ernir Snorrason á Speli frá Njarðvík. Árni og Ásmundur keppa fyrir lið Auðsholtshjáleigu-horseexport og áttum við því tvo á palli. Þórdís Erla Gunnarsdóttir keppti á Sprota frá Enni með góðum árangri og náðum við flestum stigum úr þessari grein (60 stigum) og þar með liðaplattanum. Þettað er annað árið í röð sem að liðaplattinn í gæðingafimi fellur okkur í skaut. |
Share
|
Laugardagur, 06. febrúar 2016 16:36 |
Fyrstu vetrarleikar Sleipnis voru haldnir að Brávöllum 6. febrúar. Þátttaka var góð og glæsileg tilþrif sáust, ekki síst hjá ungu kynslóðinni. Auðséð er að Sleipnisfélagar þurfa ekki að kvíða framtíðinni.
Martta Uusitalo tók þátt í sinni fyrstu keppni á Íslandi. Hún mætti með hryssuna Gjöll frá Auðsholtshjáleigu og þær stöllur höfnuðu í 3. sæti í flokki ungmenna. Sjá fleiri myndir undir nánar.
Martta Uusitalo did ride her first competition her at Iceland at the winter games in Selfoss. She did ride the mare Gjöll from Auðsholtshjáleiga (after Gletta from Árgerði and Gígjar from Auðsholtshjáleiga). They came nu. 3 in the group of young riders. (see more pictures under "nánar"
|
Share
|
Nánar...
|
Þriðjudagur, 02. febrúar 2016 17:51 |
Flugi til Billund seinkar um að minnsta kosti 2 vikur, upplýsingar um flugdag koma von bráðar.
Áætlað er að fljúga til Norrköping 19. febrúar.
Fligh with horses to Billund is delay at least two weeks. Informations about flight day will come very soon.
Estimated is to fly with horses to Norrköping the 19th of February.
|
Share
|
Sunnudagur, 31. janúar 2016 13:41 |
Einn besti dagur ársins, (enn sem komið er) var í gær laugardag.
Hreint frábær dagur sem nýttist vel. Hrossin fengu að viðra sig í góða veðrinu, fórum með rekstur, aðeins var farið á hestbak.
Hestakostur góður svo að hægt að brosa breitt lengi og vel.
Síðan var gefið, mokað og vasast í hrossum, "lífið er yndislegt"
|
Share
|
Sunnudagur, 31. janúar 2016 13:34 |
Í einstaklingskeppninni er það Árni Björn Pálsson liði Auðsholtshjáleigu sem leiðir. Staða 12 efstu knapa er sem hér segir:
Árni Björn Pálsson 19,5 stig
Sigurður V. Matthíasson 17,5 stig
Sigurbjörn Bárðarson 14 stig
Davíð Jónsson 13 stig
Hulda Gústafsdóttir 12 stig
Jakob S. Sigurðsson 11,5 stig
Edda Rún Ragnarsdóttir og Elín Holst 9 stig
Teitur árnarson, Sigurður Óli Kristinsson og Þórdís Erla Gunnarsdóttir 8 stig.
|
Share
|
|
|
|
|