Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Vopni frá Auðsholtshjáleigu til Finlands.
Mánudagur, 22. febrúar 2016 11:21

vopni3Vopni er kominn til nýrra heimkynna í Finlandi, Anna Oksanen vinkona okkar dekrar við hann og stefna þau á frama á keppnisbrautinni :o) Gaman verður að fylgjast með þeim á komandi mánuðum.

Share

Facebook   
Nánar...
 
Útflutningur 19.02.2016
Mánudagur, 22. febrúar 2016 11:20

utflutn16eFlogið var til Norrköping í Svíþjóð þann 19. feb. Fyrir okkur var þettað ekki bara ein ferðin enn, því að með í ferð voru hestar sem liggja okkur mjög nærri og eru okkur mjög kærir. Hér koma nokkrar myndir af flugvelli og síðan set ég inn upplýsingar um hestana sem héldu til nýrra heimkynna. 

Share

Facebook   
Nánar...
 
Meira af "meistaradeild"
Mánudagur, 22. febrúar 2016 10:56

gfim3Staða Auðsholtshjáleigu-horseexport styrktist enn með gæðingafiminni. Liðið er á toppi deildarinnar með 203,5 stig. Staðan er sem hér segir:

Auðsholtshjáleiga-horseexport: 203,5 stig

Árbakki/Kvistir/Svarthöfði: 164 stig

Top Reiter/Sólning: 147 stig

Gangmyllan: 146 stig

Hrímnir/Export hestar: 143 stig

Heimahagi: 139,5 stig

Ganghestar/Margrétarhof: 136 stig

Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi: 115 stig

Share

Facebook   
 
Gæðingafimi 2016
Mánudagur, 22. febrúar 2016 10:49

gfim4Hreint frábær árangur náðist hjá okkar fólki í Gæðingafiminni. Árni Björn Pálsson sigraði á Skímu frá Kvistum hlutu þeir í einkunn 8,31 í úrslitum, í öðru sæti varð Jakob Sigurðsson á Gloríu frá Skúfslæk og í þriðja sæti Ásmundur Ernir Snorrason á Speli frá Njarðvík. Árni og Ásmundur keppa fyrir lið Auðsholtshjáleigu-horseexport og áttum við því tvo á palli. Þórdís Erla Gunnarsdóttir keppti á Sprota frá Enni með góðum árangri og náðum við flestum stigum úr þessari grein (60 stigum) og þar með liðaplattanum. Þettað er annað árið í röð sem að liðaplattinn í gæðingafimi fellur okkur í skaut.

Share

Facebook   
 
Vetrarleikar Sleipnis
Laugardagur, 06. febrúar 2016 16:36

martta5Fyrstu vetrarleikar Sleipnis voru haldnir að Brávöllum 6. febrúar. Þátttaka var góð og glæsileg tilþrif sáust, ekki síst hjá ungu kynslóðinni. Auðséð er að Sleipnisfélagar þurfa ekki að kvíða framtíðinni.

Martta Uusitalo tók þátt í sinni fyrstu keppni á Íslandi. Hún mætti með hryssuna Gjöll frá Auðsholtshjáleigu og þær stöllur höfnuðu í 3. sæti í flokki ungmenna. Sjá fleiri myndir undir nánar.

Martta Uusitalo did ride her first competition her at Iceland at the winter games in Selfoss. She did ride the mare Gjöll from Auðsholtshjáleiga (after Gletta from Árgerði and Gígjar from Auðsholtshjáleiga). They came nu. 3 in the group of young riders. (see more pictures under "nánar"

Share

Facebook   
Nánar...
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband