Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Kvennatöltið
Þriðjudagur, 24. maí 2016 13:52

ospÞær voru glæsilegar stelpurnar mínar á kvennatöltinu. Þórdís Erla mætti með Ösp frá Enni og áttu þær flotta sýningu. Ösp er óðum að komast í fyrra form. Það var hörkukeppni og mikil barátta í úrslitum. Tölur mjög jafnar á efstu 3 og fór svo að Berglind Ragnarsdóttir og Þórdís Erla stóðu efstar og jafnar með 7,11 í einkunn. Þá þurfti að kalla efitr sætaröðun og það var ekki fyrr en 5. dómari rétti upp sitt spjald að í ljós kom að Berglind hafnaði í 1. sæti og Þórdís Erla í 2. sæti. Þriðja varð sínan Lena Zielinski. Gaman var að sjá breiddina í keppninni og hvað allar konur voru flott ríðandi í öllum flokkum :o)

Share

Facebook   
 
Hátíðleg athöfn.
Þriðjudagur, 24. maí 2016 13:42

gomluÞessi sáu um að opna frábæra sýningu Fáks og gerðu það með sóma ásamt Hirti Bergstad formanni Fáks og ungum fánabera. Þetta eru þau Þóra Þórðardóttir (77 ára) og Eyvindur Hreggviðsson (80 ára í ágúst). Þau eru á eigin ræktun albræðrunum Össuri og Ögra frá Auðsholtshjáleigu (21 og 22 vetra gamlir) 

Share

Facebook   
 
Starfsmenn :o)
Þriðjudagur, 24. maí 2016 13:35

IMG 9813Þessi elskulegi drengur var einn af þeim sem vann hjá okkur, það var ekki leiðinlegt :o) Endalausar hugmyndir og uppátæki. Eyvindur Mandal Hreggviðsson.

Share

Facebook   
Nánar...
 
Sproti á Fákssýningu.
Þriðjudagur, 19. apríl 2016 08:48

sproti7Á bráðskemmtilegri sýningu Fáks þann 16 apríl kom Þórdís Erla Gunnarsdóttir fram með hann Sprota frá Enni. Þau voru vígaleg :o) (etv. ekki hlutlaus ;o) þau dönsuðu um góflið í eltiljósi, hann svartur sem tinna og hún sýndi hann af mikilli fagmenssku.

Upp í hugann kom atriði þar sem þeir Gunni og Orri þeystu um gólfið í mögnuðu atriði við tónlist úr Zorba.

Mynd: Maríanna Gunnarsdóttir.

Share

Facebook   
Nánar...
 
Kvennatöltið
Þriðjudagur, 19. apríl 2016 08:36

ospÞær voru glæsilegar stelpurnar mínar á laugardainn. Þórdís Erla mætti með Ösp frá Enni á kvennatöltið og áttu þær flotta sýningu. Ösp er óðum að komast í fyrra form. Það var hörkukeppni og mikil barátta í úrslitum. Tölur mjög jafnar á efstu 3 og fór svo að Berglind Ragnarsdóttir og Þórdís Erla stóðu efstar og jafnar með 7,11 í einkunn. Þá þurfit að kalla eftir sætaröðun og þegar 4 dómarara voru búnir að skila sínu voru þær enn jafnar. Það var ekki fyrr en 5. dómari lyfti sínu spjaldi að í ljós kom að Berglind hafði sigrað og Þórdís Erla hafnaði í öðru sæti. Á hæla þeim kom síðan LenaZielinski. Gaman var að sjá breiddina í keppninni og hvað allar konur voru flott ríðandi,í öllum flokkum.

Share

Facebook   
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband