|
Fimmtudagur, 08. febrúar 2007 16:08 |
Hvesta
Hryssurnar Hvesta og Gára frá Hrafnkelsstöðum
eru komnar til tamningar hjá Þórdísi Erlu. Þær eru
báðar undan Gára frá Auðsholtshjáleigu og lofa góðu. Gára er
undan Spöng frá Hrafnkelsstöðum en Hvesta undan Blástjörnu frá
Hrafnkelsstöðum en eigendur/ræktendur þeirra eru þau hjónin
Haraldur og Jóhanna Hrafnkelsstöðum.
Spennandi verður að fylgjast með þeim systrum næstu mánuðina.
Share
|
Nánar...
|
Fimmtudagur, 25. janúar 2007 17:44 |
Öflugur hópur ungs fólks starfar hjá okkur í vetur, þetta eru þau:
Þórdís
Erla Gunnarsdóttir, sér um þjálfun og tamningu í Reykjavík
auk Elínar Magnúsdóttur sem verður hennar hægri hönd. Þær stöllur
sjá einnig um hirðingu og umsjón með útflutningshrossum. Í
Grænhól ræður Fanney Valsdóttir ríkjum og nýtur þar aðstoðar verknemans
John Kristinns Sigurjónssonar. Þar temja þau af kappi.
Auk
þeirra er Þórunn og Kristbjörg Eyvindsdætur á skrifstofunni (fara einn
og einn reiðtúr ef vel viðrar) og Gunnar Arnarson er til skiptis
í Reykjavík og fyrir austan á Grænhól til aðstoðar og leiðbeiningar
sínu fólki, auk þess sem hann grípur í þjálfun.
Share
|
Nánar...
|
Miðvikudagur, 24. janúar 2007 17:32 |
Ungu trippin á fjórða vetur voru tekin á hús í Október og unnið með þau
fram til 20. Nóvember. Svona létt undirbúningsvinna fyrir
veturinn. Þetta voru 12 hryssur og einn stóðhestur. Þetta
er í fyrrsta skiptið í sögu búsins sem svo myndarlegur hópur hryssna er
tekinn á hús. Trippin eru vaxtarmikil og hreyfa sig
fallega. Strax vakna miklar væntingar, í hópnum má meðal annars
finna: Svás undan Sveiflu og Orra, Vár undan Vordísi og Spuna,
Hrafnadís undan Gígju og Keili, Tíbrá undan Trú og Gára, Heru undan
Hildi og Orra, Gáru undan Hrafntinnu og Gára, Frægð undan Fjöður og
Orra, Garún undan Glettu og Sveini-Hervari, Sögn undan Spurningu og
Orra, Ösp undan Ör og Gára, Glettingu undan Golu og Gára og stóðhestinn
Kjarna undan Framtíð og Sveini-Hervari. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Heru frá Auðsholtshjáleigu alsystir Garps og Gaums.
Share
|
Nánar...
|
Miðvikudagur, 24. janúar 2007 15:54 |
Gæðingurinn Trúr
frá Auðsholtshjáleigu hefur verið seldur til Noregs, kaupandi er hinn
þekkti knapi Leif Arne Erlingseter. Mikill söknuður ríkti hjá
fjölskyldunni þegar Trúr hélt af landi brott, en það er huggun að vita
af honum í góðum höndum og vonandi á hann eftir að auka hróður búsins
um langa framtíð. Við viljum óska nýjum eiganda til hamingju með
frábæran hest auk þess sem við óskum þeim félögum velfarnaðar í leik og
starfi á komandi árum.
Share
|
|
|
|
|