Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Gígjars afkvæmi sigursæl!
Fimmtudagur, 08. febrúar 2007 22:40
gigjar Afkvæmi Gígjars frá Auðsholtshjáleigu hafa verið sigursæl á folaldasýningum undanfarið og sigrað á þremur þeirra.  Nú síðast glæsifolinn Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum sem sigraði folaldasýninguna á Sörlastöðum. Herjólfur er fallegur og óvenju hreyfinga mikill á brokki og tekur flott í tölt örugglega stóðhest efni framtíðarinnar. Hann er undan Hendingu frá Úlfstöðum en eigandi/ræktandi hans er Helgi Jón Harðarson.

Share

Facebook   
Nánar...
 
Bylgja til starfa á ný.
Fimmtudagur, 08. febrúar 2007 22:00
old Bylgja Gauksdóttir mun vera í verknámi hjá Gunnari og Kristbjörgu veturinn 2008 en hún stundar nú nám við Hólaskóla. Bylgja starfaði hjá okkur veturinn 2006 og þjálfaði og sýndi mörg athyggliverð hross. Þar á meðal fyrstu verðlauna hrossin Öld, Kjarnorku og Tenór sem hún þjálfaði og sýndi af mikilli snilld. Það verður gaman að fá Bylgju til liðs við búið á ný enda bíður spennandi árgangur fyrir Landsmótsárið 2008.

Share

Facebook   
 
Vetraruppákoma Fáks
Fimmtudagur, 08. febrúar 2007 18:11
osp1 Ösp og Þórdís í fyrsta sæti á vetraruppákomu Fáks.  Ösp er undan Sendingu frá Enni Skagafirði og Goða frá Auðsholtshjáleigu.  Frábær árangur hjá þeim stöllum, innilega til hamingju.

Share

Facebook   
 
Gára og Hvesta frá Hrafnkelsstöðum
Fimmtudagur, 08. febrúar 2007 16:08
  Hvesta hvesta2_standard_e-mail_view
Hryssurnar  Hvesta og Gára  frá Hrafnkelsstöðum  eru  komnar til tamningar hjá Þórdísi Erlu.  Þær eru  báðar undan Gára frá Auðsholtshjáleigu og lofa  góðu. Gára er undan Spöng frá Hrafnkelsstöðum en Hvesta undan Blástjörnu frá Hrafnkelsstöðum en eigendur/ræktendur þeirra  eru þau hjónin Haraldur og Jóhanna Hrafnkelsstöðum. Spennandi verður að fylgjast með þeim systrum næstu mánuðina.

Share

Facebook   
Nánar...
 
Starfsmenn 2007
Fimmtudagur, 25. janúar 2007 17:44

Öflugur hópur ungs fólks starfar hjá okkur í vetur, þetta eru þau:

Þórdís Erla Gunnarsdóttir, sér um þjálfun og tamningu í Reykjavík auk Elínar Magnúsdóttur sem verður hennar hægri hönd.  Þær stöllur sjá einnig um hirðingu og umsjón með útflutningshrossum.  Í Grænhól ræður Fanney Valsdóttir ríkjum og nýtur þar aðstoðar verknemans John Kristinns Sigurjónssonar.  Þar temja þau af kappi.  

Auk þeirra er Þórunn og Kristbjörg Eyvindsdætur á skrifstofunni (fara einn og einn reiðtúr ef vel viðrar) og Gunnar Arnarson  er til skiptis í Reykjavík og fyrir austan á Grænhól til aðstoðar og leiðbeiningar sínu fólki, auk þess sem hann grípur í þjálfun.

Share

Facebook   
Nánar...
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband