Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Elvar og Öld , Þórdís og Kjarnorka í A-úrslit
Þriðjudagur, 29. maí 2007 16:29

oldelvar074
Elvar og Öld frá Auðsholtshjáleigu kepptu í áhugamannaflokki í B-flokki gæðinga hjá Fáki um helgina.  Þau komu efst inn í úrslit með einkunina 8,17.  Hart var barist í úrslitum og enduðu þau í öðru sæti. 

Share

Facebook   
Nánar...
 
Hrannar og Spegill á Hvítasunnumóti
Þriðjudagur, 29. maí 2007 13:39

spegill
Hrannar keppti á Spegli frá Auðsholtshjáleigu á Hvítasunnumóti Fáks.  Eftir forkepni voru þeir efstir inn í úrslit.  Leikar fóru þannig í úrslitum að Leiknir fá Vakurstöðum og Valdimar Bergstad náðu 1. sætinu, en í öðru sæti  höfnuðu þeir Hrannar og Spegill. 

Share

Facebook   
Nánar...
 
Tvær fimmvetra hryssur undan Sveini-Hervari í Hafnarfirði
Þriðjudagur, 29. maí 2007 12:02

ork_fra_audsholtshjaleigu2

Hryssurnar Sprund frá Auðsholtshjáleigu, undan Spurningur IS1993286105 frá Kirkjubæ og Limra frá Kirkjubæ 2 undan Kvitk IS1986235510 frá Hvítárbakka voru sýndar á Sörlastöðum í liðinni viku.  Limra er klárhryssa.  Hún fór í I. verðlaun fékk 8,13 fyrir sköpulag og 7,99 fyrir hæfileika, 8,04 í aðaleinkunn. Ræktandi hennar er Guðmundur Gíslason  Sprund er alhliða geng, hún hlaut 7,74 fyrir byggingu og 8,14 fyrir hæfileika, 7,98 í aðaleinkunn.  Við óskum eigendum innilega til hamingju. 

 

Trippin okkar fengu að spretta úr spori um helgina hér fer fremst Örk frá Auðsholtshjáleigu, hún er undan Sveini-Hervari frá Þúfu og Ör frá Auðsholtshjáleigu

Share

Facebook   
 
Fréttir af folöldum
Þriðjudagur, 29. maí 2007 11:15
img_5404Móálótt hestfolald undan Fold frá Auðsholtshjáleigu og Aron frá Strandarhöfði 
 
 
 
 


Share

Facebook   
Nánar...
 
Glymur IS2004165791 frá Ytra-Dalsgerði
Þriðjudagur, 29. maí 2007 10:38

glymur_undan_gara
Fyrsta afkvæmi Gára frá Auðsholtshjáleigu kom til dóms á Héraðssýningu á Sörlastöðum í síðustu viku.  Þetta var þriggjavetra foli Glymur frá Ytra-Dalsgerði.  Hann fékk glæsilegan dóm, 8,39 fyrir sköpulag, þar á meðal 8,5 fyrir háls og herðar, sem og fótagerð, 9,0 fyrir samræmi, bak og lend.  Glymur er undan hryssunni Gígju IS1987265791 frá Ytra-Dalsgerði.  Hann er í eigu Kristins Hugasonar og föður hans Huga Kristinssonar.

Mynd: Kristinn Hugason 

Share

Facebook   
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband