Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Dalvar hækkar
Fimmtudagur, 31. maí 2007 00:05

dalvar07 Dalvar frá Auðsholtshjáleigu var sýndur á Hellu í dag og hlaut sinn hæsta dóm eða 8.48 í aðaleinkunn. Dalvar hækkaði úr 8.33 í 8.40 í byggingu en tölur færðust aðeins til í hæfileikum, hann hækkaði stökk í 8.5 en lækkaði skeið um hálfan og hlaut 8.53 í hæfileikum en yfirlitið er eftir og það getur allt gerst. Sýnandi á Dalvari er Erlingur Erlingsson en Dalvar er nú í eigu Pascale Kugler og stefnt er með hann í 6 v. flokkinn  á HM í Hollandi í sumar.

Share

Facebook   
Nánar...
 
Trú er köstuð
Miðvikudagur, 30. maí 2007 16:25

img_5518
Trú kastaði myndarlegum rauðskjóttum hesti undan Álfasteini í gær 29.05.07 (á afmælisdgegi Tótu).  Hann er skemmtilega skjóttur, verður samt örugglega spónafrekur í framtíðinni Smile 

Share

Facebook   
Nánar...
 
Elvar og Öld , Þórdís og Kjarnorka í A-úrslit
Þriðjudagur, 29. maí 2007 16:29

oldelvar074
Elvar og Öld frá Auðsholtshjáleigu kepptu í áhugamannaflokki í B-flokki gæðinga hjá Fáki um helgina.  Þau komu efst inn í úrslit með einkunina 8,17.  Hart var barist í úrslitum og enduðu þau í öðru sæti. 

Share

Facebook   
Nánar...
 
Hrannar og Spegill á Hvítasunnumóti
Þriðjudagur, 29. maí 2007 13:39

spegill
Hrannar keppti á Spegli frá Auðsholtshjáleigu á Hvítasunnumóti Fáks.  Eftir forkepni voru þeir efstir inn í úrslit.  Leikar fóru þannig í úrslitum að Leiknir fá Vakurstöðum og Valdimar Bergstad náðu 1. sætinu, en í öðru sæti  höfnuðu þeir Hrannar og Spegill. 

Share

Facebook   
Nánar...
 
Tvær fimmvetra hryssur undan Sveini-Hervari í Hafnarfirði
Þriðjudagur, 29. maí 2007 12:02

ork_fra_audsholtshjaleigu2

Hryssurnar Sprund frá Auðsholtshjáleigu, undan Spurningur IS1993286105 frá Kirkjubæ og Limra frá Kirkjubæ 2 undan Kvitk IS1986235510 frá Hvítárbakka voru sýndar á Sörlastöðum í liðinni viku.  Limra er klárhryssa.  Hún fór í I. verðlaun fékk 8,13 fyrir sköpulag og 7,99 fyrir hæfileika, 8,04 í aðaleinkunn. Ræktandi hennar er Guðmundur Gíslason  Sprund er alhliða geng, hún hlaut 7,74 fyrir byggingu og 8,14 fyrir hæfileika, 7,98 í aðaleinkunn.  Við óskum eigendum innilega til hamingju. 

 

Trippin okkar fengu að spretta úr spori um helgina hér fer fremst Örk frá Auðsholtshjáleigu, hún er undan Sveini-Hervari frá Þúfu og Ör frá Auðsholtshjáleigu

Share

Facebook   
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband