Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Smá tölfræði um Gára
Sunnudagur, 03. júní 2007 12:09

gari

Undan Gára hafa nú farið 6 hross í dóm þar af 5 trippi eingöngu í byggingardóm 3-4 vetra, einn hestur hefur farið í fullnaðardóm.  4 af 6 hafa hlotið 1. verðlaun fyrir byggingu.  Meðaleinkunn allra dæmdra afkvæma fyrir byggingu er 8,12.  Sá hestur sem hlotið hefur fullnaðardóm fór beint í I. verðlaun.

Share

Facebook   
 
Fyrsta afkvæmi Gára í fullnaðardóm
Laugardagur, 02. júní 2007 09:11

                                                    Stóðhesturinn midas01Mídas frá Kaldbak IS2003186295 fór í fullnaðardóm á Hellu í gær 01.06.2007.  Mídas er klárhestur, 4 vetra, hann er undan Væntingu IS1997286295 frá Kaldbak, ræktandi hans er Viðar Steinarsson Kaldbak.  Mídas hlaut mjög góðan dóm fékk meðal annars 8,28 fyrir sköpulag, 8,5 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og hægt tölt.  Fyrir stökk fékk hann 9,0 og 9,5 fyrir hægt stökk.  Hæfileikaeinkunn fór í 7,88 og aðaleinkunn gerði þá 8,04 og fyrstu verðlaun.

Mynd: Viðar Steinarsson

Share

Facebook   
 
Afkvæmi Sveins-Hervars standa sig vel.
Föstudagur, 01. júní 2007 15:57

sveinn23 Tvö afkvæmi Sveins-Hervars fóru í glimrandi dóm á Hellu. Fyrst má þar nefna 4. vetra stóðhestinn Dug frá Þúfu, Dugur er undan Dröfn IS1990284557 frá Þúfu ræktandi hans er Guðni Þór Guðmundsson. Dugur hlaut 8.39 fyrir byggingu og 8,15 fyrir hæfileika aðaleinkunn 8.25 bráðefnilegur klárhestur. Elding frá Lynghól var einnig sýnd á Hellu, hún er undan Þrumu IS1990255195 frá Þóreyjarnúpi.  Ræktendur eru þau Jakobína Jónsdóttir og Árni Þorkelsson. Hlaut Elding 8.39 fyrir byggingu og 8,23 fyrir hæfileika aðaleinkunn 8,29. Það er óhætt að segja að Sveinn-Hervar standi undir væntingum sem úrvals kynbótahestur.

 

 

Share

Facebook   
Nánar...
 
Dalvar hækkar
Fimmtudagur, 31. maí 2007 00:05

dalvar07 Dalvar frá Auðsholtshjáleigu var sýndur á Hellu í dag og hlaut sinn hæsta dóm eða 8.48 í aðaleinkunn. Dalvar hækkaði úr 8.33 í 8.40 í byggingu en tölur færðust aðeins til í hæfileikum, hann hækkaði stökk í 8.5 en lækkaði skeið um hálfan og hlaut 8.53 í hæfileikum en yfirlitið er eftir og það getur allt gerst. Sýnandi á Dalvari er Erlingur Erlingsson en Dalvar er nú í eigu Pascale Kugler og stefnt er með hann í 6 v. flokkinn  á HM í Hollandi í sumar.

Share

Facebook   
Nánar...
 
Trú er köstuð
Miðvikudagur, 30. maí 2007 16:25

img_5518
Trú kastaði myndarlegum rauðskjóttum hesti undan Álfasteini í gær 29.05.07 (á afmælisdgegi Tótu).  Hann er skemmtilega skjóttur, verður samt örugglega spónafrekur í framtíðinni Smile 

Share

Facebook   
Nánar...
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband