Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Minningar frá Rússlandi
Mánudagur, 04. júní 2007 14:27

lada

Í Rússlandsferðinni rifjuðust upp gamlar minningar frá "lödu" árunum okkar Gunna.  Við upplifðum það að ferðast um á ógnarhraða á bremsulitlum, demparalausum lödum.  Bílstjórarnir elskuðu hraðakstur (fóru jafnvel í kapp), en það sem var þó skrítnast var hvað minning mín um þessa eðalbíla hafði brenglast.  Ég minnist þess engan vegin að þær hafi verið svona þröngar.  Við vorum að vísu 5 í bílnum, þ.e. Einar Bollason, Gunnar Arnarson, Sveinbjörn Eyjólfsson, ég (Kristbjörg Eyvindsdóttir) og bílstjórinn hann Vladimir.  Við vorum eins og sardínur í dós, ekki spurning.  Svo að niðurstaðan er sú að annaðhvort höfum við "stækkað" eða lödurnar minnkað. (sennilega hafa þeir minnkað þærWink)

Share

Facebook   
Nánar...
 
Tölfræði Sveins-Hervars
Sunnudagur, 03. júní 2007 12:22

picture_260Undan Sveini-Hervari hafa í dag 03.06.07 komið 28 afkvæmi í fullnaðardóm 19 af þeim hafa hlotið yfir 7,80 í einkunn, 12 af þessum 19 eru með I. verðlaun.  4 hafa hlotið yfir 8,39 fyrir byggingu 12 hafa hlotið 1. verðlaun fyrir hæfileika og sami fjöldi fyrir byggingu.  Mörg af þessum hrossum eru klárhross og skarta því af mjög hárri einkunn fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og geð og fegurði í reið.   

 

Framtíð frá Ketilsstöðum undan Sveini-Hervari frá Þúfu og Kolfreyju Is1978276175 frá Ketilsstöðum, ræktandi Bergur Jónsson.

Share

Facebook   
 
Smá tölfræði um Gára
Sunnudagur, 03. júní 2007 12:09

gari

Undan Gára hafa nú farið 6 hross í dóm þar af 5 trippi eingöngu í byggingardóm 3-4 vetra, einn hestur hefur farið í fullnaðardóm.  4 af 6 hafa hlotið 1. verðlaun fyrir byggingu.  Meðaleinkunn allra dæmdra afkvæma fyrir byggingu er 8,12.  Sá hestur sem hlotið hefur fullnaðardóm fór beint í I. verðlaun.

Share

Facebook   
 
Fyrsta afkvæmi Gára í fullnaðardóm
Laugardagur, 02. júní 2007 09:11

                                                    Stóðhesturinn midas01Mídas frá Kaldbak IS2003186295 fór í fullnaðardóm á Hellu í gær 01.06.2007.  Mídas er klárhestur, 4 vetra, hann er undan Væntingu IS1997286295 frá Kaldbak, ræktandi hans er Viðar Steinarsson Kaldbak.  Mídas hlaut mjög góðan dóm fékk meðal annars 8,28 fyrir sköpulag, 8,5 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og hægt tölt.  Fyrir stökk fékk hann 9,0 og 9,5 fyrir hægt stökk.  Hæfileikaeinkunn fór í 7,88 og aðaleinkunn gerði þá 8,04 og fyrstu verðlaun.

Mynd: Viðar Steinarsson

Share

Facebook   
 
Afkvæmi Sveins-Hervars standa sig vel.
Föstudagur, 01. júní 2007 15:57

sveinn23 Tvö afkvæmi Sveins-Hervars fóru í glimrandi dóm á Hellu. Fyrst má þar nefna 4. vetra stóðhestinn Dug frá Þúfu, Dugur er undan Dröfn IS1990284557 frá Þúfu ræktandi hans er Guðni Þór Guðmundsson. Dugur hlaut 8.39 fyrir byggingu og 8,15 fyrir hæfileika aðaleinkunn 8.25 bráðefnilegur klárhestur. Elding frá Lynghól var einnig sýnd á Hellu, hún er undan Þrumu IS1990255195 frá Þóreyjarnúpi.  Ræktendur eru þau Jakobína Jónsdóttir og Árni Þorkelsson. Hlaut Elding 8.39 fyrir byggingu og 8,23 fyrir hæfileika aðaleinkunn 8,29. Það er óhætt að segja að Sveinn-Hervar standi undir væntingum sem úrvals kynbótahestur.

 

 

Share

Facebook   
Nánar...
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband