Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Erlingur og Dalvar með stjörnu sýningu á Hellu
Miðvikudagur, 06. júní 2007 00:14

dalvartoltemailÞað gustaði að þeim Dalvari frá Auðsholtshjáleigu og Erling í rokinu á Hellu í dag.  Á yfirlitssýningu hækkaði Dalvar úr 7,5 í 8,0 fyrir brokk og úr 9,0 í 9,5 fyrir vilja og geðslag.  Þeir félagar áttu frábæran dag, mikil útgeislun og hörku skeiðsprettur þar sem nían lá í loftinu.  Dalvar stendur nú efstur 6 vetra stóðhesta með aðaleinkunnina 8,58.

Dalvar frá Auðsholtshjáleigu/mynd Fjölnir

Share

Facebook   
 
Útflutningur
Mánudagur, 04. júní 2007 16:45

myndir_001
Útflutingur hefur farið vel af stað fyrstu 5 mánuði þessa árs.  Nú þegar eru farin 749 hross frá landinu, en voru aðeins 390 á sama tíma í fyrra.  Haustin hafa oft reynst sterk hvað útflutning varðar og verður spennandi að sjá hvað árið gerir.  Oft hefur heimsmeistaramót haft jákvæð áhrif á hrossasölu og ætla má að komandi heimsmeistaramót verði lyftistöng nú sem áður.

Mynd: Spöng frá Auðsholtshjáleigu  

Share

Facebook   
 
Heimsmeistaramót
Mánudagur, 04. júní 2007 14:48

kolbakur
Nú styttist óðum í Heimsmeistaramót, sefnt er á að hrossin fari utan 02.08.2007.  Þrátt fyrir að aðeins séu tæpir tveir mánuðir til stefnu er ekki nokkur leið að fá upp úr landsliðseinvaldinum hvaða hross eigi að fara, hann liggur á þessu eins og ormur á gulli.  Við höldum áfram að reyna og birtum ykkur fréttir um leið og við náum að pína hann til sagna. 

Share

Facebook   
Nánar...
 
Minningar frá Rússlandi
Mánudagur, 04. júní 2007 14:27

lada

Í Rússlandsferðinni rifjuðust upp gamlar minningar frá "lödu" árunum okkar Gunna.  Við upplifðum það að ferðast um á ógnarhraða á bremsulitlum, demparalausum lödum.  Bílstjórarnir elskuðu hraðakstur (fóru jafnvel í kapp), en það sem var þó skrítnast var hvað minning mín um þessa eðalbíla hafði brenglast.  Ég minnist þess engan vegin að þær hafi verið svona þröngar.  Við vorum að vísu 5 í bílnum, þ.e. Einar Bollason, Gunnar Arnarson, Sveinbjörn Eyjólfsson, ég (Kristbjörg Eyvindsdóttir) og bílstjórinn hann Vladimir.  Við vorum eins og sardínur í dós, ekki spurning.  Svo að niðurstaðan er sú að annaðhvort höfum við "stækkað" eða lödurnar minnkað. (sennilega hafa þeir minnkað þærWink)

Share

Facebook   
Nánar...
 
Tölfræði Sveins-Hervars
Sunnudagur, 03. júní 2007 12:22

picture_260Undan Sveini-Hervari hafa í dag 03.06.07 komið 28 afkvæmi í fullnaðardóm 19 af þeim hafa hlotið yfir 7,80 í einkunn, 12 af þessum 19 eru með I. verðlaun.  4 hafa hlotið yfir 8,39 fyrir byggingu 12 hafa hlotið 1. verðlaun fyrir hæfileika og sami fjöldi fyrir byggingu.  Mörg af þessum hrossum eru klárhross og skarta því af mjög hárri einkunn fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og geð og fegurði í reið.   

 

Framtíð frá Ketilsstöðum undan Sveini-Hervari frá Þúfu og Kolfreyju Is1978276175 frá Ketilsstöðum, ræktandi Bergur Jónsson.

Share

Facebook   
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband