Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Rauðar hófhlífar
Fimmtudagur, 07. júní 2007 10:53

scan30_standard_e-mail_view
Munið þið þá tíða að notaðar voru rauðar hófhlífar, mikið er ég fegin að því var hætt.  Hér má sjá þá kappa Gunnar Arnarson, Anton Guðlaugsson og Magnús Hákonarson taka á móti verðlaunum fyrir kynbótahryssur á Hellu. 

Share

Facebook   
 
Af hverju hrossarækt ?
Fimmtudagur, 07. júní 2007 10:27

scan180
Þórdís Erla þóttist hafa uppgötvað af hverju mamma hennar fór út í hrossarækt þegar hún fann þessa mynd af mömmu með fyrsta hestinn í gömlu fjölskyldualbúmi. 

Þetta er auðvitað bara móðgun, hann var æðislegur.

 

Mynd tekin við Hábæ í Vestmannaeyjum/Þóra Þórðardóttir

Share

Facebook   
 
Erlingur og Dalvar með stjörnu sýningu á Hellu
Miðvikudagur, 06. júní 2007 00:14

dalvartoltemailÞað gustaði að þeim Dalvari frá Auðsholtshjáleigu og Erling í rokinu á Hellu í dag.  Á yfirlitssýningu hækkaði Dalvar úr 7,5 í 8,0 fyrir brokk og úr 9,0 í 9,5 fyrir vilja og geðslag.  Þeir félagar áttu frábæran dag, mikil útgeislun og hörku skeiðsprettur þar sem nían lá í loftinu.  Dalvar stendur nú efstur 6 vetra stóðhesta með aðaleinkunnina 8,58.

Dalvar frá Auðsholtshjáleigu/mynd Fjölnir

Share

Facebook   
 
Útflutningur
Mánudagur, 04. júní 2007 16:45

myndir_001
Útflutingur hefur farið vel af stað fyrstu 5 mánuði þessa árs.  Nú þegar eru farin 749 hross frá landinu, en voru aðeins 390 á sama tíma í fyrra.  Haustin hafa oft reynst sterk hvað útflutning varðar og verður spennandi að sjá hvað árið gerir.  Oft hefur heimsmeistaramót haft jákvæð áhrif á hrossasölu og ætla má að komandi heimsmeistaramót verði lyftistöng nú sem áður.

Mynd: Spöng frá Auðsholtshjáleigu  

Share

Facebook   
 
Heimsmeistaramót
Mánudagur, 04. júní 2007 14:48

kolbakur
Nú styttist óðum í Heimsmeistaramót, sefnt er á að hrossin fari utan 02.08.2007.  Þrátt fyrir að aðeins séu tæpir tveir mánuðir til stefnu er ekki nokkur leið að fá upp úr landsliðseinvaldinum hvaða hross eigi að fara, hann liggur á þessu eins og ormur á gulli.  Við höldum áfram að reyna og birtum ykkur fréttir um leið og við náum að pína hann til sagna. 

Share

Facebook   
Nánar...
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband