|
Fimmtudagur, 07. júní 2007 10:53 |

Munið þið þá tíða að notaðar voru rauðar hófhlífar, mikið er ég fegin
að því var hætt. Hér má sjá þá kappa Gunnar Arnarson, Anton Guðlaugsson og Magnús Hákonarson taka á móti verðlaunum fyrir
kynbótahryssur á Hellu.
Share
|
Fimmtudagur, 07. júní 2007 10:27 |

Þórdís Erla þóttist hafa uppgötvað af hverju mamma hennar fór út í
hrossarækt þegar hún fann þessa mynd af mömmu með fyrsta hestinn í
gömlu fjölskyldualbúmi.
Þetta er auðvitað bara móðgun, hann var
æðislegur.
Mynd tekin við Hábæ í Vestmannaeyjum/Þóra Þórðardóttir
Share
|
Miðvikudagur, 06. júní 2007 00:14 |
Það gustaði að þeim Dalvari frá Auðsholtshjáleigu og Erling í rokinu á Hellu í dag. Á yfirlitssýningu hækkaði Dalvar úr 7,5 í 8,0 fyrir brokk og úr 9,0 í 9,5 fyrir vilja og geðslag. Þeir félagar áttu frábæran dag, mikil útgeislun og hörku skeiðsprettur þar sem nían lá í loftinu. Dalvar stendur nú efstur 6 vetra stóðhesta með aðaleinkunnina 8,58.
Dalvar frá Auðsholtshjáleigu/mynd Fjölnir
Share
|
Mánudagur, 04. júní 2007 16:45 |

Útflutingur hefur farið vel af stað fyrstu 5 mánuði þessa árs. Nú
þegar eru farin 749 hross frá landinu, en voru aðeins 390 á sama tíma í
fyrra. Haustin hafa oft reynst sterk hvað útflutning varðar og
verður spennandi að sjá hvað árið gerir. Oft hefur
heimsmeistaramót haft jákvæð áhrif á hrossasölu og ætla má að komandi
heimsmeistaramót verði lyftistöng nú sem áður.
Mynd: Spöng frá Auðsholtshjáleigu
Share
|
Mánudagur, 04. júní 2007 14:48 |

Nú styttist óðum í Heimsmeistaramót, sefnt er á að hrossin fari utan
02.08.2007. Þrátt fyrir að aðeins séu tæpir tveir mánuðir til
stefnu er ekki nokkur leið að fá upp úr landsliðseinvaldinum hvaða
hross eigi að fara, hann liggur á þessu eins og ormur á gulli.
Við höldum áfram að reyna og birtum ykkur fréttir um leið og við náum
að pína hann til sagna.
Share
|
Nánar...
|
|
|
|
|