Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Það var mikið að gera um helgina
Mánudagur, 11. júní 2007 17:17

utflutn07
Það var líf og fjör um helgina eins og svo oft áður, það nægir engan vegin að skrifa þetta í einni frétt, við verðum að hafa þær svona fimm !!!!!!!!!!!!!

Byrjum á föstudagskvöldið, hér erum við í Keflavík með útflutning, Gunni og Siggi "freyja" stjórna af röggsemi hvaða hestur fer í hvaða box. 

Share

Facebook   
 
Huld er köstuð
Laugardagur, 09. júní 2007 10:16

huldogfolald07Huld frá Auðsholtshjáleigu kastaði í gær fallegu merfolaldi undan Eldjárn frá Tjaldhólum.  Huld er undan Hildi frá Garðbæ og Ófeig frá Flugumýri.  Aðaleinkunn hennar er 8,39

Mynd: Þórunn Eyvindsdóttir

Share

Facebook   
 
Örk í góðan dóm.
Fimmtudagur, 07. júní 2007 21:24
osp5Örk frá Auðsholtshjáleigu fór í flottar tölur í Hafnarfirði í dag. Hún hlaut m.a. tvær níur fyrir bak og lend og fegurð í reið. Örk fékk 8.20 fyrir sköpulag og 7.97 í aðaleinkunn 5v. klárhryssa. Örk er undan Ör frá Auðsholtshjáleigu og Sveini-Hervari frá Þúfu, sýnandi var Þórdís Erla Gunnarsdóttir en eigandi er Þórunn Eyvindsdóttir (Tóta frænka).Smile

Önnur sex  vetra Sveins-Hervarsdóttir kom fram í dag en það var glæsi klárhryssan Spes frá Ketilsstöðum. Sem hlaut m.a. 9 fyrir tölt,brokk,stökk, vilja og geð.  Aðaleinkunn 8.12, Sköpulag 7,89 og Hæfileikar 8.28 en sýnandi var Bergur Jónsson.  Spes er undan hryssunni Þernu frá Ketilsstöðum, en eigandi og ræktandi þeirra beggja, sem og Bergs er Jón Bergsson Ketilsstöðum.

Share

Facebook   
 
Rauðar hófhlífar
Fimmtudagur, 07. júní 2007 10:53

scan30_standard_e-mail_view
Munið þið þá tíða að notaðar voru rauðar hófhlífar, mikið er ég fegin að því var hætt.  Hér má sjá þá kappa Gunnar Arnarson, Anton Guðlaugsson og Magnús Hákonarson taka á móti verðlaunum fyrir kynbótahryssur á Hellu. 

Share

Facebook   
 
Af hverju hrossarækt ?
Fimmtudagur, 07. júní 2007 10:27

scan180
Þórdís Erla þóttist hafa uppgötvað af hverju mamma hennar fór út í hrossarækt þegar hún fann þessa mynd af mömmu með fyrsta hestinn í gömlu fjölskyldualbúmi. 

Þetta er auðvitað bara móðgun, hann var æðislegur.

 

Mynd tekin við Hábæ í Vestmannaeyjum/Þóra Þórðardóttir

Share

Facebook   
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband