Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Hryssur til Orra
Mánudagur, 11. júní 2007 17:42
sendingÁ sunnudagsmorgunn, fórum við Tóta með Sendingu frá Enni og Huld frá Auðsholtshjáleigu austur í Þúfu á stefnumót við Orra.  Sending kom að norðan á föstudaginn og henni fylgdi gull fallegur hestur undan Tór frá Auðsholtshjáleigu

Share

Facebook   
 
Laugardagsmorgunn
Mánudagur, 11. júní 2007 17:27

ormahreinsun07_standard_e-mail_view
Á laugardagsmorgunn smöluðum við stóðinu og ormahreinsuðum áður en við færðum það í sumarhaga.  Þetta gekk nokkuð vel, en Gunni var þó ekki altaf sá nettasti á sprautunni (aðalormalyfssprautan bilaði).  Þetta var þó ekki neitt, mér tókst að ormahreinsa tengdasoninn svo vel að í honum þrífst engin óáran næsta árið.  Þar sem ég hafði yfir myndavélinni að ráða var ekki tekin mynd af því atriði. 

Share

Facebook   
Nánar...
 
Það var mikið að gera um helgina
Mánudagur, 11. júní 2007 17:17

utflutn07
Það var líf og fjör um helgina eins og svo oft áður, það nægir engan vegin að skrifa þetta í einni frétt, við verðum að hafa þær svona fimm !!!!!!!!!!!!!

Byrjum á föstudagskvöldið, hér erum við í Keflavík með útflutning, Gunni og Siggi "freyja" stjórna af röggsemi hvaða hestur fer í hvaða box. 

Share

Facebook   
 
Huld er köstuð
Laugardagur, 09. júní 2007 10:16

huldogfolald07Huld frá Auðsholtshjáleigu kastaði í gær fallegu merfolaldi undan Eldjárn frá Tjaldhólum.  Huld er undan Hildi frá Garðbæ og Ófeig frá Flugumýri.  Aðaleinkunn hennar er 8,39

Mynd: Þórunn Eyvindsdóttir

Share

Facebook   
 
Örk í góðan dóm.
Fimmtudagur, 07. júní 2007 21:24
osp5Örk frá Auðsholtshjáleigu fór í flottar tölur í Hafnarfirði í dag. Hún hlaut m.a. tvær níur fyrir bak og lend og fegurð í reið. Örk fékk 8.20 fyrir sköpulag og 7.97 í aðaleinkunn 5v. klárhryssa. Örk er undan Ör frá Auðsholtshjáleigu og Sveini-Hervari frá Þúfu, sýnandi var Þórdís Erla Gunnarsdóttir en eigandi er Þórunn Eyvindsdóttir (Tóta frænka).Smile

Önnur sex  vetra Sveins-Hervarsdóttir kom fram í dag en það var glæsi klárhryssan Spes frá Ketilsstöðum. Sem hlaut m.a. 9 fyrir tölt,brokk,stökk, vilja og geð.  Aðaleinkunn 8.12, Sköpulag 7,89 og Hæfileikar 8.28 en sýnandi var Bergur Jónsson.  Spes er undan hryssunni Þernu frá Ketilsstöðum, en eigandi og ræktandi þeirra beggja, sem og Bergs er Jón Bergsson Ketilsstöðum.

Share

Facebook   
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband