Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Sprund frá Auðsholtshjáleigu
Laugardagur, 16. júní 2007 22:25

sprundskeidSprund IS2002287051 frá Auðsholtshjáleigu fór í I. á Sörlastöðum, Hún er undan Sveini-Hervari frá Þúfu og Spurningu frá Kirkjubæ.  Hún er 14 afkvæmi Sveins-Hervars sem fer í  I. verðlaun. 12 afkvæmi Sveins-Hervars hafa fengið 9 eða hærra fyrir fegurð í reið.  Eigandi Sprundar er Hali ehf.

 

Sprund frá Auðsholtshjáleigu og Sigurður V. Matthíasson /Mynd: Tóta

Share

Facebook   
 
Hryssurnar stóðu sig vel í Hafnarfirði
Fimmtudagur, 14. júní 2007 13:42

hrafnadis2007
Ungu hryssurnar okkar stóðu sig vel í vikunni.  Þær eru allar ungar aðeins 4 og 5 vetra.  Yfirlitssýningu er ekki lokið en einkunn fyrir sköpulag liggur fyrir.  Þar skoruðu þær vel.  Við bíðum nú í ofvæni hvernig til tekst í dag og á morgunn.

Mynd: Hrafnadís 4.vetra undan Gígju frá Auðsholtshjáleigu og Keili frá Miðsitju .  Einkunn fyrir hæfileika: 8,05

Share

Facebook   
Nánar...
 
4. fréttin frá síðustu helgi
Fimmtudagur, 14. júní 2007 13:08

hesthus2007Unnið var við frágang á gólfi reiðhallarinnar, og að jafna í kring svo að allt verði tilbúið þegar húsið kemur í næstu viku.  Dittað var að girðingum, fóðrað, gefið, hryssum haldið, kynbótahross þjálfuð ..........  bara svona "tippical" júní helgi Laughing

Nokkrar myndir úr sveitasælunni er að finna ef kíkt er á meira. 

ps. 5.fréttin er gleymd :o) 

Share

Facebook   
Nánar...
 
Kjarni í fyrstu verðlaun
Fimmtudagur, 14. júní 2007 12:52

kjarni2007bKjarni frá Auðsholtshjáleigu IS2003287053, eini 4 vetra stóðhestur búsins þetta árið, gerði sér lítið fyrir og skaust í I. verðlaun.  Kjarni er klárhestur undan Hektordótturinni Framtíð frá Auðsholtshjáleigu og Sveini-Hervari frá Þúfu.  Kjarni fékk fyrir byggingu 8,18 og fyrir hæfileika 7,96 aðaleinkunn: 8,05  Hann fékk fjórar níur, þ.e. fyrir höfuð, samræmi, vilja/geð og fegurð í reið.  Ræktandi og eigandi er Eyvindur Hrannar Gunnarsson

Share

Facebook   
Nánar...
 
Goði frá Þóroddsstöðum IS2003188801
Fimmtudagur, 14. júní 2007 12:41

godith2007Glæsihesturinn Goði frá Þóroddsstöðum gerði sér lítið fyrir og jafnaði heimsmet Gára föður síns.  Hann fékk einkunnina 8,91 fyrir byggingu.  Glæsilegt, til hamingju Bjarni og fjölskylda.

Goði er undan gæðingamóðurinni Hlökk  IS1984287011 frá Laugarvatni.  Hann fékk m.a. 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, fótagerð, hófa og prúðleika og 9,5 fyrir samræmi.


  

     

Share

Facebook   
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband