Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
4. fréttin frá síðustu helgi
Fimmtudagur, 14. júní 2007 13:08

hesthus2007Unnið var við frágang á gólfi reiðhallarinnar, og að jafna í kring svo að allt verði tilbúið þegar húsið kemur í næstu viku.  Dittað var að girðingum, fóðrað, gefið, hryssum haldið, kynbótahross þjálfuð ..........  bara svona "tippical" júní helgi Laughing

Nokkrar myndir úr sveitasælunni er að finna ef kíkt er á meira. 

ps. 5.fréttin er gleymd :o) 

Share

Facebook   
Nánar...
 
Kjarni í fyrstu verðlaun
Fimmtudagur, 14. júní 2007 12:52

kjarni2007bKjarni frá Auðsholtshjáleigu IS2003287053, eini 4 vetra stóðhestur búsins þetta árið, gerði sér lítið fyrir og skaust í I. verðlaun.  Kjarni er klárhestur undan Hektordótturinni Framtíð frá Auðsholtshjáleigu og Sveini-Hervari frá Þúfu.  Kjarni fékk fyrir byggingu 8,18 og fyrir hæfileika 7,96 aðaleinkunn: 8,05  Hann fékk fjórar níur, þ.e. fyrir höfuð, samræmi, vilja/geð og fegurð í reið.  Ræktandi og eigandi er Eyvindur Hrannar Gunnarsson

Share

Facebook   
Nánar...
 
Goði frá Þóroddsstöðum IS2003188801
Fimmtudagur, 14. júní 2007 12:41

godith2007Glæsihesturinn Goði frá Þóroddsstöðum gerði sér lítið fyrir og jafnaði heimsmet Gára föður síns.  Hann fékk einkunnina 8,91 fyrir byggingu.  Glæsilegt, til hamingju Bjarni og fjölskylda.

Goði er undan gæðingamóðurinni Hlökk  IS1984287011 frá Laugarvatni.  Hann fékk m.a. 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, fótagerð, hófa og prúðleika og 9,5 fyrir samræmi.


  

     

Share

Facebook   
 
Hryssur til Orra
Mánudagur, 11. júní 2007 17:42
sendingÁ sunnudagsmorgunn, fórum við Tóta með Sendingu frá Enni og Huld frá Auðsholtshjáleigu austur í Þúfu á stefnumót við Orra.  Sending kom að norðan á föstudaginn og henni fylgdi gull fallegur hestur undan Tór frá Auðsholtshjáleigu

Share

Facebook   
 
Laugardagsmorgunn
Mánudagur, 11. júní 2007 17:27

ormahreinsun07_standard_e-mail_view
Á laugardagsmorgunn smöluðum við stóðinu og ormahreinsuðum áður en við færðum það í sumarhaga.  Þetta gekk nokkuð vel, en Gunni var þó ekki altaf sá nettasti á sprautunni (aðalormalyfssprautan bilaði).  Þetta var þó ekki neitt, mér tókst að ormahreinsa tengdasoninn svo vel að í honum þrífst engin óáran næsta árið.  Þar sem ég hafði yfir myndavélinni að ráða var ekki tekin mynd af því atriði. 

Share

Facebook   
Nánar...
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband