Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Stóðhestar taka á móti hryssum
Miðvikudagur, 20. júní 2007 15:07

gaumurlandsm06
Nú eru stóðhestarnir einn af öðrum að komast á notkunarstaði.

Gaumur frá Auðsholtshjáleigu er komin í hólf í Auðsholtshjáleigu upplýsingar gefur Gunnar Arnarson 8920344 eða Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  

Sveinn-Hervar frá Þúfu hefur verið á Sauðárkróki hjá þeim feðgum Guðmundi og Sveini Guðmundssyni, hann er nú á leið til: Gísla Kjartanssonar Geirlandi V-Skaft. sími: 8936940 eða Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Gári frá Auðsholtshjáleigu er farinn austur að Skíðbakka í Landeyjum,  Upplýsingar gefur Erlendur Árnason Skíðbakka III sími: 4878551 / 8978551 / 6968551 

Gígjar frá Auðsholtshjáleigu er kominn norður í Þingeyjarsýslu til: Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga  upplýsingar gefur Vignir Sigurðsson sími 4604477 eða Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Trostan frá Auðsholtshjáleigu er kominn norður í Skagafjörð upplýsingar gefur:  Hrossaræktarsmband Skagfirðinga  sími: 4557100 eða Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Kjarni frá Auðsholtshjáleigu er á leið norður í Enni Skagafirði, upplýsingar gefa Haraldur eða Eindís í síma: 822-8961 eða 453-6561 eða Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Um yngri fola er hægt að fá upplýsingar hjá Gunnari síma 8920344 

 

 

Share

Facebook   
Nánar...
 
Lent í Liege
Miðvikudagur, 20. júní 2007 14:43

ljomaliege
Hún Ljóma frá Stóra-Gerði horfði stórum augum á tilveruna og nýtt umhverfi í hesthúsinu á flugvellinum í Liege.  Þessa skemmtilegu mynd fengum við senda frá starfsmönnum Icelandair í Liege.

Aðastaðan á flugvellinum er frábær og vel fer um hrossin meðan þau bíða þess að nýr eigandi vitji þeirra. 

Share

Facebook   
 
Vordís og Sveifla kastaðar
Miðvikudagur, 20. júní 2007 14:17

vordish
Vordís frá Auðsholtshjáleigu kastaði fallegu merfalaldi undan Stála frá Kjarri í vikunni.  Undan Vordísi eru til tvær hryssur tamdar 4 og 5. vetra sem báðar voru sýndar 4.vetra og fóru beint í I. verðlaun.  Vordís var tamin á fjórða vetur og sýnd þá um vorið, hún fékk I.verðlaun þar af, 8,54 fyrir hæfileika. Vordís hefur verið í folaldseign síðan.  Hún er alsystir Gára frá Auðsholtshjáleigu.  

I. verðlauna hryssan Sveifla frá Ásmundarstöðum kastaði brúnum myndar hesti undan Trú frá Auðsholtshjáleigu tveimur dögum á undan Vordísi.   

Vonandi getum við bætt við myndum af folöldunum um helgina, það spáir vel.  Smile

Share

Facebook   
 
Kjarni með fimm níur !!!
Sunnudagur, 17. júní 2007 22:56

kjarni_hausmynd Kjarni frá Auðsholtshjáleigu náði frábærum árangri á Sörlastöðum, eftir yfirlit hafði hann landað fimm níum.  Kjarni er aðeins 4.vetra.  Hann fékk 9,0 fyrir : höfuð, samræmi, tölt, vilja/geð og fegurð í reið.  Kjarni fékk í aðaleinkunn 8,16 þar af 8,18 fyrir sköpulag og 8,15 fyrir hæfileika.

Kjarni fer nú norður í Enni í Skagafirði til þess að sinna hryssum.  Þeir sem áhuga hafa á að koma hryssum undir Kjarna er bent á að hafa samband við Harald eða Eindísi í Enni í síma: 822-8961 eða 453-6561

kjarni

Share

Facebook   
 
Dalvar og Álfasteinn
Laugardagur, 16. júní 2007 22:41

dalvaralfasteinnÞað var æsispennandi keppni milli þeirra bræðra Álfasteins frá Selfossi og Dalvars frá Auðsholtshjáleigu á Sörlastöðum um efsta sæti í flokki 6 vetra stóðhesta.  Dalvar hafði betur og endaði í aðaleinkunn 8,62 en Álfasteinn með 8,50. 

Til gamans má geta þess að Olil á bráðfallegan jarpan veturgamlan fola undan Álfadís og Dalvari.  Í Auðsholtshjáleigu fæddust 3 folöld undan Álfasteini árið 2006 rauðskjótt hryssa undan Gígju, jörp hryssa undan Vordísi og bleikskjóttur hestur undan Brá.  Gígja, Vordís og Brá eru allar Orradætur.  Spennandi verður að fylgjast með þessu ungviði í framtíðinni.

Share

Facebook   
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband