Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Vordís og Sveifla kastaðar
Miðvikudagur, 20. júní 2007 14:17

vordish
Vordís frá Auðsholtshjáleigu kastaði fallegu merfalaldi undan Stála frá Kjarri í vikunni.  Undan Vordísi eru til tvær hryssur tamdar 4 og 5. vetra sem báðar voru sýndar 4.vetra og fóru beint í I. verðlaun.  Vordís var tamin á fjórða vetur og sýnd þá um vorið, hún fékk I.verðlaun þar af, 8,54 fyrir hæfileika. Vordís hefur verið í folaldseign síðan.  Hún er alsystir Gára frá Auðsholtshjáleigu.  

I. verðlauna hryssan Sveifla frá Ásmundarstöðum kastaði brúnum myndar hesti undan Trú frá Auðsholtshjáleigu tveimur dögum á undan Vordísi.   

Vonandi getum við bætt við myndum af folöldunum um helgina, það spáir vel.  Smile

Share

Facebook   
 
Kjarni með fimm níur !!!
Sunnudagur, 17. júní 2007 22:56

kjarni_hausmynd Kjarni frá Auðsholtshjáleigu náði frábærum árangri á Sörlastöðum, eftir yfirlit hafði hann landað fimm níum.  Kjarni er aðeins 4.vetra.  Hann fékk 9,0 fyrir : höfuð, samræmi, tölt, vilja/geð og fegurð í reið.  Kjarni fékk í aðaleinkunn 8,16 þar af 8,18 fyrir sköpulag og 8,15 fyrir hæfileika.

Kjarni fer nú norður í Enni í Skagafirði til þess að sinna hryssum.  Þeir sem áhuga hafa á að koma hryssum undir Kjarna er bent á að hafa samband við Harald eða Eindísi í Enni í síma: 822-8961 eða 453-6561

kjarni

Share

Facebook   
 
Dalvar og Álfasteinn
Laugardagur, 16. júní 2007 22:41

dalvaralfasteinnÞað var æsispennandi keppni milli þeirra bræðra Álfasteins frá Selfossi og Dalvars frá Auðsholtshjáleigu á Sörlastöðum um efsta sæti í flokki 6 vetra stóðhesta.  Dalvar hafði betur og endaði í aðaleinkunn 8,62 en Álfasteinn með 8,50. 

Til gamans má geta þess að Olil á bráðfallegan jarpan veturgamlan fola undan Álfadís og Dalvari.  Í Auðsholtshjáleigu fæddust 3 folöld undan Álfasteini árið 2006 rauðskjótt hryssa undan Gígju, jörp hryssa undan Vordísi og bleikskjóttur hestur undan Brá.  Gígja, Vordís og Brá eru allar Orradætur.  Spennandi verður að fylgjast með þessu ungviði í framtíðinni.

Share

Facebook   
 
Sprund frá Auðsholtshjáleigu
Laugardagur, 16. júní 2007 22:25

sprundskeidSprund IS2002287051 frá Auðsholtshjáleigu fór í I. á Sörlastöðum, Hún er undan Sveini-Hervari frá Þúfu og Spurningu frá Kirkjubæ.  Hún er 14 afkvæmi Sveins-Hervars sem fer í  I. verðlaun. 12 afkvæmi Sveins-Hervars hafa fengið 9 eða hærra fyrir fegurð í reið.  Eigandi Sprundar er Hali ehf.

 

Sprund frá Auðsholtshjáleigu og Sigurður V. Matthíasson /Mynd: Tóta

Share

Facebook   
 
Hryssurnar stóðu sig vel í Hafnarfirði
Fimmtudagur, 14. júní 2007 13:42

hrafnadis2007
Ungu hryssurnar okkar stóðu sig vel í vikunni.  Þær eru allar ungar aðeins 4 og 5 vetra.  Yfirlitssýningu er ekki lokið en einkunn fyrir sköpulag liggur fyrir.  Þar skoruðu þær vel.  Við bíðum nú í ofvæni hvernig til tekst í dag og á morgunn.

Mynd: Hrafnadís 4.vetra undan Gígju frá Auðsholtshjáleigu og Keili frá Miðsitju .  Einkunn fyrir hæfileika: 8,05

Share

Facebook   
Nánar...
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband