Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Ungu trippin
Miðvikudagur, 24. janúar 2007 17:32

hilda1 Ungu trippin á fjórða vetur voru tekin á hús í Október og unnið með þau fram til 20. Nóvember.  Svona létt undirbúningsvinna fyrir veturinn.  Þetta voru 12 hryssur og einn stóðhestur.  Þetta er í fyrrsta skiptið í sögu búsins sem svo myndarlegur hópur hryssna er tekinn á hús.  Trippin eru vaxtarmikil og hreyfa sig fallega.  Strax vakna miklar væntingar, í hópnum má meðal annars finna: Svás undan Sveiflu og Orra, Vár undan Vordísi og Spuna, Hrafnadís undan Gígju og Keili, Tíbrá undan Trú og Gára, Heru undan Hildi og Orra, Gáru undan Hrafntinnu og Gára, Frægð undan Fjöður og Orra, Garún undan Glettu og Sveini-Hervari, Sögn undan Spurningu og Orra, Ösp undan Ör og Gára, Glettingu undan Golu og Gára og stóðhestinn Kjarna undan Framtíð og Sveini-Hervari. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Heru frá Auðsholtshjáleigu alsystir Garps og Gaums.

tbr

Share

Facebook   
 
 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband