Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Frábær árangur í 4-gang
Sunnudagur, 31. janúar 2016 13:02


sproti1Þau stóðu sig frábærlega í 4-gangnum liðsmenn okkar. Við erum mjög stolt.

Þórdís Erla mætti með Sprota frá Enni. Með frábærri sýningu fór hún beint í Úrslit. Í úrslitum bættu þau enn í. Frábær reiðmennska, flottar stillingar, góðar gangtegundinr og glæsileiki skilaði þeim 7,47 í einkunn og 4. sæti.

Árni Björn telfdi fram gæðingnum Skímu frá Kvistum. Þau voru glæsileg og að öðru ólöstuðu var töltið magnað. Þau fengu 7,17 í einkunn og 8. sæti, næst við úrslit.

Ásmundur Ernir og Spölur komu rétt á hæla þeim með flotta sýningu. Þeir félagar létu sannarlega að sér kveða í sinni fyrstu meistaradeildarkeppni. 7,13 og 10. sætið.

Share

Facebook   
 
 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband