Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Um okkur
Miðvikudagur, 31. janúar 2007 10:43

Gunnar og Gári á LM2004

Gunnar Arnarson hefur starfað við sýningar, tamningu og þjálfun hesta um 35 ára skeið. Hann er félagi í Félagi Tamningamanna og sat í stjórn félagsins í mörg ár. Hann er með þjálfara og reiðkennararéttindi B frá FT. Gunnar hefur verið atkvæðamikill á keppnisvellinum í gegnum tíðina m.a. landsmótssigurvegari á Orra frá Þúfu 1994, heimsmeistari í gæðingaskeiði á Kolbaki frá Akureyri 1991, auk fjölda sigra á félags og fjórðungsmótum í gegnum tíðina.  Hann hefur sýnt tugi kynbótahrossa til fyrrstu verðlauna og náð 21,6 sek. tíma á skeiði 250 metra.   Í dag hefur Gunnar yfirumsjón með tamningu, þjálfun og sýningu hrossa frá ræktunarbúinu í Auðsholtshjáleigu

Hektortolt

Kristbjörg Eyvindsdóttir er einnig félagi í Félagi Tamningamanna með þjálfara og reiðkennararéttindi B.  Hún er lærður kennari frá Kennaraháskóla Íslands.  Kristbjörg starfaði í fjölda ára við reiðkennslu og æskulýðsstörf, bæði hjá hestamannafélaginu Fáki og á eigin vegum, auk þess sem hún tók töluverðan þátt í félags- og nefndarstörfum á vegum hestamanna, sat meðal annars í stjórn Landssambands Hestamannafélaga.

tota1

Þórunn Eyvindsdóttir (Tóta)  hefur starfað hjá Gunnari Arnarsyni ehf í fullu starfi frá árinu 2000.  Hún hefur yfirumsjón með útflutningsþjónustunni.

thordis

Þórdís Erla Gunnarsdóttir  er okkar aðal tamningamaður og þjálfari .Hún útskrifaðis frá Hólum vorið 2006 með hæstu einkunn.   Hún hefur vanist hestamennsku frá blautu barnsbeini.

huld

Eyvindur Hrannar Gunnarsson er nemi í Verslunarskóla Íslands, hann tekur þátt í bústörfum yfir sumarið,sér um heyskap auk útreiða og þáttöku í ræktunarstarfinu.

Share

Facebook   
 
 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband