Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Banner
Toppur
Tuesday, 23 February 2016 21:17

Toppur axelÞeir voru samferða Toppur og Kristall, báðir héldu til Svíþjóðar í sama gámnum. Óendanlegur söknuður, en jafnframt gleði yfir þeirri ánægju sem hann er að veita nýjum eiganda.

Þessi hestur á meira í okkur en flestir aðrir, einstök lund, frábær félagi og mikill höfðingi. Það er svo ótrúlega tómt í hesthúsinu þó svo að allar stíur séu fullar. Hugurinn leitar og leitar og ósjálfrátt lítum við yfir hópinn í leit að þeim skjótta.

Share

Facebook   
Read more...
 
Kristall og ný heimkynni.
Tuesday, 23 February 2016 20:30

kristall2012dÞessi snillingur er kominn á nýjar slóðir. Hann flaug þann 19. febrúar til Svíþjóðar. Það tekur í að kveðja svona kappa. Sumum hestum tekst að eignast í manni sálina, það er því tómleikatilfinning þegar þeir eru horfnir úr hesthúsinu. Það er þó huggun að vita af Kristal í góðum höndum, vita að við hann verður dekrað og gælt. Börnin fara að heiman, það er gangur lífsins. Hans hlutverk verður að gleðja nýja eigendur og halda merki okkar á lofti.

Share

Facebook   
Read more...
 
Vopni frá Auðsholtshjáleigu til Finlands.
Monday, 22 February 2016 11:21

vopni3Vopni er kominn til nýrra heimkynna í Finlandi, Anna Oksanen vinkona okkar dekrar við hann og stefna þau á frama á keppnisbrautinni :o) Gaman verður að fylgjast með þeim á komandi mánuðum.

Share

Facebook   
Read more...
 
Útflutningur 19.02.2016
Monday, 22 February 2016 11:20

utflutn16eFlogið var til Norrköping í Svíþjóð þann 19. feb. Fyrir okkur var þettað ekki bara ein ferðin enn, því að með í ferð voru hestar sem liggja okkur mjög nærri og eru okkur mjög kærir. Hér koma nokkrar myndir af flugvelli og síðan set ég inn upplýsingar um hestana sem héldu til nýrra heimkynna. 

Share

Facebook   
Read more...
 
Meira af "meistaradeild"
Monday, 22 February 2016 10:56

gfim3Staða Auðsholtshjáleigu-horseexport styrktist enn með gæðingafiminni. Liðið er á toppi deildarinnar með 203,5 stig. Staðan er sem hér segir:

Auðsholtshjáleiga-horseexport: 203,5 stig

Árbakki/Kvistir/Svarthöfði: 164 stig

Top Reiter/Sólning: 147 stig

Gangmyllan: 146 stig

Hrímnir/Export hestar: 143 stig

Heimahagi: 139,5 stig

Ganghestar/Margrétarhof: 136 stig

Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi: 115 stig

Share

Facebook   
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband